138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.

17. mál
[17:55]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Sem betur fer er lögfræðikunnátta mín er ekki óskeikul, það væri illt í efni ef svo væri. Að kalla fyrir nefndina eða ekki, það er auðvitað samráðsatriði við nefndarmenn. Hún er fjölskipuð þessi nefnd og ég tek ekki einn ákvarðanir, þetta meta menn af stöðunni. Ég hygg hins vegar að nefndin muni þegar í stað byrja á að kalla fyrir gesti og það er alveg í spilunum að kalla eftir umsögnum á sama tíma.

Ég verð líka að segja að þegar frumvarpið var lagt fram á sumarþingi hafði farið fram ítarleg skoðun og kallaðir til ýmsir sérfræðingar, bæði innan og utan ráðuneytanna, til að ganga úr skugga um og taka af allan vafa um að frumvarpið stæðist. Niðurstaðan var að það stæðist. Öruggasta tryggingin fyrir því er 13. gr. EES-samningsins sem ég trúi að haldi vegna þess að hún veitir okkur réttindi sem við getum byggt fullkomlega á í þessu sambandi.