138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

almenn hegningarlög.

16. mál
[18:41]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það stendur þannig á því að allsherjarnefnd fjallaði um þetta frumvarp og lagði til ákveðnar breytingar á því. Af því hefur verið tekið mið en það sem í rauninni skiptir miklu máli er að ákvæði um hvatningu til hryðjuverka og fjármögnun þeirra eru ekki í frumvarpinu heldur eru núna í sérstakri athugun hjá refsiréttarnefnd. Til stendur að leggja fram annað frumvarp um þau atriði sérstaklega.