138. löggjafarþing — 7. fundur,  14. okt. 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Mér fannst ég greina áherslu á fundarstjórn forseta hjá forseta en það er nákvæmlega það sem ég ætlaði að ræða einmitt út frá því sem sá ágæti hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um, að það er mikilvægt að það sé ekki botnlaus umræða, eins og hv. þingmaður orðaði það. Ég fagna því að menn sjái til þess, virðulegir forsetar, að svo verði ekki. Það eru væntanlega nokkrar leiðir til þess. Ein leiðin er örugglega sú að lengja tímann og svo gæti virðulegi forseti kannski ýtt á stjórnarþingmenn að þeir svari spurningunum. Síðan er það í þriðja lagi sú róttæka hugmynd að stjórnarþingmenn mundu svara spurningunum. Ég legg það inn sem hugmynd, virðulegi forseti.