138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

orð forsætisráðherra um skattamál.

[11:05]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta vegna orða hæstv. forsætisráðherra í fyrirspurnatíma áðan þar sem hún svaraði fyrirspurn frá hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Ég mundi segja að í ljósi orða hæstv. forsætisráðherra, þar sem hún sló út af borðinu boðaðar skattbreytingar í fjárlagafrumvarpinu, væri enn og aftur komið með mismunandi skilaboð frá … (Gripið fram í: … um fundarstjórn forseta …) Já, ég er að koma að því, virðulegi forseti. Það koma mismunandi skilaboð frá hæstv. ráðherrum um það hver skattapólitík … (Gripið fram í: Fundarstjórn forseta.)

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann að ræða fundarstjórn forseta.)

Því óska ég eftir því að forseti beiti sér fyrir því að við fáum umræðu hið fyrsta á hv. Alþingi um þessi mál vegna þess að það er ljóst að það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram og rætt fyrir nokkrum dögum (Forseti hringir.) er orðið fullkomlega úrelt og við verðum (Forseti hringir.) að fá skýr skilaboð frá (Forseti hringir.) þessari ríkisstjórn um hvað …