138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[16:26]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta svar, að lykilatriðið í þessu er hótelsagan en við skulum ekki fara lengra út í hana.

Það er vissulega rétt að eignir lífeyrissjóðanna bera ávöxtun, vonandi. Það er algjörlega tryggt að við munum þurfa að borga vexti af lánum, en það er aftur á móti óvissara með ávöxtunina sem við fáum af eignunum eins og sagan hefur sýnt. Ég held að sú leið að fæla hræddu krónurnar yfir í ríkisbréf sé leið sem vert er að skoða. Ég tek því svo að við séum næstum því í akademískum umræðum, ég og hæstv. viðskiptaráðherra, og lítið beri á milli nema einhverjar akademískar vangaveltur.