138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[17:34]
Horfa

Guðrún Erlingsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi orð hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur vil ég taka fram að málflutningur minn er ekki á misskilningi byggður. Þau rök sem ég kom fram með í málinu sýna hversu gríðarleg skerðing getur orðið á lífeyri framtíðarinnar ef kerfisbreyting sú sem sjálfstæðismenn hafa boðað nær fram að ganga. Sem stjórnarformaður í lífeyrissjóði tel ég mig hafa þó nokkra þekkingu á núverandi lífeyrissjóðakerfi og tel skyldu mína að benda á þá hættu sem af tillögunni getur hlotist.