138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[17:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Við deilum í það minnsta ekki þeirri skoðun að þær kerfisbreytingar á lífeyrissjóðunum sem hér liggja fyrir séu þess virði að þær verði skoðaðar nákvæmlega og farið verði yfir hvað þær þýði, hvað þær kosti og hvort þær séu, eins og hv. þingmaður sagði, aðför að launafólki. Ég tel að svo sé ekki. Ég tek undir þau orð sem féllu hér í gær að lífeyrissjóðirnir eru eign þeirra sem þar eiga inni. Þeir eru ekki eign stjórnarmanna eða þeirra sem fara með og fjárfesta fjármuni lífeyrisþega. Þeir eru eign launþeganna og það er þeirra að skoða og fara yfir hvað er rétt og hvað rangt. Ég tel að það að taka út þessar frestuðu skatttekjur sem talað er um sé ekki og aldrei muni vera hægt að kalla það aðför að launafólki.