138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

málefni Götusmiðjunnar.

[15:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Mér skilst að Götusmiðjan falli núna undir Barnaverndarstofu og þar eigi að skera niður. Mér skilst líka á því sem ég hef lesið í fréttum að það sé helmingsaukning á tilkynningum um vanrækslu á börnum eftir að við fórum inn í þetta kreppuástand.

Mig langar að skora á hæstv. ráðherra að tryggja að ekki verði skorið niður í þessum mikilvægu málaflokkum. Ella mun það koma niður á okkur síðar. Við verðum hreinlega að læra af reynslu annarra þjóða varðandi þessi mál.