138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

útflutningur á óunnum fiski.

[15:35]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég get upplýst það að fyrir skömmu var haldinn stór sameiginlegur fundur með öllum þeim sem þarna eiga hlut að máli, útgerðarmönnum, fiskmörkuðum og fiskvinnslum, þar sem farið var yfir þessa þætti alla, þau álitamál sem þarna getur verið um að ræða. Þeir aðilar voru sammála um að taka nú á þessu máli sameiginlega og skila til mín tillögum í þeim efnum. Ég bíð eftir þeim. Við verðum að athuga að þessi mál lúta líka almennum samkeppnissjónarmiðum, það hlýtur að vera mjög gaman að heyra það úr mínum munni. Við erum enn fremur að huga að því að jafnræðis sé gætt eins og best er, að þeir aðilar sem ég nefndi nái saman um fullnægjandi aðgerðir. Að sjálfsögðu ber síðan ráðuneytið ábyrgð í þessum efnum.