138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

orð fjármálaráðherra, undirritun Icesave.

[15:38]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill í fyrsta lagi minna þingmenn á að gæta hófs í málflutningi sínum á þingi. Það er hverjum og einum til sóma.

Í öðru lagi vill forseti svara fyrirspurn hv. þingmanns á þann hátt að undirritaðir samningar sem einhver gerir sem fulltrúi ríkisstjórnar, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, eru með fyrirvara um samþykki Alþingis. Áður boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar um fyrirvara vegna Icesave verða teknir fyrir á þingi þegar frumvarpið hefur verið lagt fram og fær þá þinglega meðferð.