138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[19:00]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal glaður skoða þetta húsaleigubótakerfi. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir að tekjuviðmiðið er óþægilega lágt í því en það nýtist hins vegar einstæðum foreldrum mjög vel. Það er vissulega rétt sem hv. þingmaður segir að um leið og fólk er komið í sambúð og með tekjur er það fljótt að detta út úr kerfinu. (Gripið fram í: Hvað gerir það þá?) Ekki skal standa á mér að búa til heildstætt kerfi húsnæðisbóta. Ég held að það sé einfaldlega skynsamlegt að til sé einhvers konar húsnæðisstyrkur og það sé ekki gert upp á milli fólks eftir því hvaða búsetuform það velur sér. Það held ég hljóti að vera framtíðin sem við ættum að reyna að vinna að. (Gripið fram í.)