138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

11. mál
[20:42]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég þakka þingmanninum sérstaklega fyrir að byrja núna alveg á glænýju umræðuefni þegar ég hef tæplega tvær mínútur til að svara. En varðandi skipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps og reyndar líka Flóahrepps — ástæðan fyrir því að sá úrskurður hefur ekki klárast í umhverfisráðuneytinu er sú að það þótti rétt að bíða eftir úrskurði samgönguráðuneytisins sem féll fyrir einhverjum vikum síðan og þá þótti eðlilegt að sveitarfélögin fengju andmælarétt við þeim úrskurði áður en gengið yrði til úrskurðar í umhverfisráðuneytinu. Þar óskuðu heimamenn eftir því vegna þess að það stóð illa á spori með fundartíma eða eitthvað slíkt að það yrði lengt úr 12 dögum í — hvort það voru 14 eða 15, ég man ekki hvernig það var. En það styttist verulega í að þeim úrskurði verði lokið.