138. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2009.

staða skuldara -- persónukjör -- stuðningur við Icesave.

[13:44]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég get fullvissað hv. þm. Birgi Ármannsson um það að hann þarf ekki að velkjast í vafa um stuðning þingmanna Samfylkingarinnar við það mál sem hann gerði að umtalsefni í þessum ræðustól. Hann þarf heldur ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þingflokki Samfylkingarinnar í þessum efnum. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að sjálfsögðu einhuga að baki málinu, ekki bara að framlagningu frumvarpsins heldur líka að þeirri efnislegu niðurstöðu sem stefnt er að varðandi málið. (Gripið fram í.) Ég ætla ekki að svara þingmanninum á annan hátt en ég geri hér og nú. Það er einhugur í okkar þingflokki og stuðningur við framlagningu frumvarpsins og þá meðferð sem ríkisstjórnin hyggst hafa á málinu í þinginu.