138. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2009.

aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum.

47. mál
[15:02]
Horfa

Guðrún Erlingsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari umræðu og ég vona að hægt verði að fara í einhverjar aðgerðir þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Mig langar að benda á að í Belgíu er kosningalöggjöfin þannig að í fyrsta og annað sætið er skylt að kjósa af sitt hvoru kyninu, þannig er það í lögunum. Þannig gerðu þau þetta í Suðurkjördæmi, Samfylkingin, að mínu frumkvæði fyrir síðustu kosningar og það tókst vel, voru svona fléttuhlutföll þar fyrir aftan. Það eru ýmsar leiðir færar og ég fagna þessari umræðu og vonandi getu ýmislegt verið gert eins og bent hefur verið á án þess að það kosti mikla peninga.