138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

snjómokstur í Árneshreppi.

[11:03]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svör hans. Það er vel að flogið er í Árneshrepp og flugsamgöngur þangað eru góðar til þess að gera en ég hygg að erfitt sé að flytja kjarnfóður, vélar og önnur tæki þá leiðina. Ég treysti því að samgönguráðherra muni beita sér fyrir því að mokað verði tvisvar í viku fyrir og eftir áramót í Árneshreppi og það sé jafnöruggt eins og Hellisheiðin verði mokuð alla daga.