138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nú nota tækifærið og þakka hv. þm. fyrir ágæta ræðu. Mér fannst sömuleiðis ágætt andsvar sem hann veitti formanni Sjálfstæðisflokksins hér áðan. Hans lokaorð voru þau að það væri minni háski að samþykkja þetta frumvarp en að fara dómstólaleiðina.

Nú getum við endalaust deilt um það og er til lítils að fara yfir það að við hefðum átt að vinna þetta öðruvísi, við hefðum átt að vinna þetta innan þingsins og standa sameinuð gegn þeim viðsemjendum okkar sem við eigum í höggi við.

Það hefur líka komið fram og er viðurkennt og augljóst að það var ekki rétt sem forustumenn ríkisstjórnarinnar sögðu hér fyrir nokkrum vikum síðan að þetta væri innan ramma samkomulagsins. Hæstv. utanríkisráðherra fór ágætlega yfir það, nefndi sérstaklega tvo þætti, 2024-þáttinn og sömuleiðis 6 prósentin.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það komi til greina af hans hálfu að við reynum að vinna þetta saman núna. (Forseti hringir.) Þá á ég við þingið allt, (Forseti hringir.) að við gerum þetta eins vel eins og mögulegt er.