138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:55]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er allt gott og blessað en eftir stendur spurningin um hvort hv. formaður fjárlaganefndar sér málið afgreitt í fjárlaganefndinni annaðhvort með jái eða neii. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Ég ítreka spurningu mína til okkar ágæta félaga í fjárlaganefndinni: Sér hann þetta ekki ganga með sambærilegum hætti og þegar unnið var við þá lagasetningu sem tók gildi 28. ágúst? Það er alveg ljóst að mínu mati eins og málið liggur fyrir núna að óskað er eftir takmarkalausri og óskilyrtri ríkisábyrgð. Flækjan er öll í þessum breyttu samningum sem búið er að gera sem krefur fjárlaganefnd þess að fara í gegnum allan þann pakka enn á ný ef við eigum að gera breytingar á því frumvarpi sem hér liggur fyrir.