138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:59]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við deilum því, ég og hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, að við viljum standa vörð, standa með þjóðinni og framtíð hennar. Ég hef aldrei dregið það í efa og sjálfur hef ég þá einlægu skoðun að leita þurfi að þeirri lausn sem skiptir mestu máli fyrir þjóðina.

Ég hafði líka einlæga skoðun og vissu fyrir því að við hefðum sett öflugan fyrirvara og ég treysti á það. (Gripið fram í.) Auðvitað er endanlegt ákvörðunarvald hjá þinginu en það breytir ekki því að málið kemst ekki lengra. Þá er spurningin: Er því þá bara lokið? Það er því miður ekki þannig. Þess vegna fjallar þingið aftur um málið. Það hefur alltaf legið fyrir og það verður þingið sem afgreiðir málið, það tekur það enginn af þinginu. Við fáum málið aftur vegna þess að því miður gengu óskir mínar og væntingar ekki eftir. Það eru þrír aðilar að þessu máli, því miður. Þannig var það. (Gripið fram í.) Ég byrjaði ræðu mína á því að lýsa yfir vonbrigðum með að þetta skyldi ekki hafa gengið eftir. (Forseti hringir.) Ég bar þá von að það mundi ganga en það gerið það ekki, því miður. (Forseti hringir.) Þess vegna er málið komið hingað aftur.