138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[09:50]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni, ég misskildi spurninguna. Það er rétt að Tryggingarsjóðurinn hefur gefið frá sér réttinn til að sækja skaðabætur og það er í raun ein af forsendum þess að fara í þessa samninga, en það breytir því ekki að einkaaðilar, hverjir sem það eru, geta farið í mál hvar sem er og hvenær sem er.