138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[09:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Þar færði hún ágætisrök fyrir því af hverju hún teldi að það bæri að klára þetta mál sem fyrst. Í ræðu sinni minntist þingmaðurinn á þennan svarta dag í október þegar Íslendingar voru beittir hryðjuverkalögum.

Nú liggur ljóst fyrir að það voru forsvarsmenn breska Verkamannaflokksins sem tóku þessa ákvörðun og breski Verkamannaflokkurinn er eins og allir vita systurflokkur Samfylkingarinnar. Það sem mig langar til að spyrja um er: Hefur verið reynt að leiðrétta þessa ósvinnu á vettvangi t.d. alþjóðasamtaka þessara tveggja systurflokka eða með beinum samskiptum forustumanna flokkanna, sem eru þá forsætisráðherrar (Forseti hringir.) landanna, eða á einhvern annan hátt?