138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[10:25]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað það varðar að þetta sé komið inn í samningana og hvort það hafi verið skrifað inn í leiðinni í sumar að Bretar og Hollendingar yrðu að samþykkja þetta formlega. Eins og ég sagði hér áðan lít ég svo á að að meginuppistöðu sé andi þessara fyrirvara samþykktur í því frumvarpi sem nú liggur fyrir, að sjálfsögðu ekki allir. Við erum líka að gefa eftir að vissu marki en ávinningurinn er sterkur og í anda þeirra fyrirvara sem settir voru.

Ég tel það vera styrk að það sé komið inn í samninga að í staðinn fyrir einhliða yfirlýsingu Íslands um hvað Ísland vill sé núna skjalfest og formlega frágengið, ef þingið samþykkir frumvarpið eins og það er, að þetta sé sameiginleg niðurstaða milli þessara þriggja ríkja. Það held ég að sé styrkur og styrkur í því að leysa málið og leiða það til lykta þannig að sátt náist.