138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:34]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef svarað henni áður opinberlega og þannig að ég er mjög bjartsýnn á farsælar lyktir þessa máls. Að sjálfsögðu eru þau ummæli mín ekki tekin úr tómu loftinu.

Þó að hv. þingmaður hafi kannski ekki aðstöðu til að svara þá ætla ég að bera upp þessa spurningu engu að síður, henni verður þá svarað fljótlega: Er ekki alveg öruggt eins og allt er í pottinn búið að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni leggjast á árar og klára þetta mál með okkur og styðja það í ljósi þeirrar gríðarlegu ábyrgðar sem þeir bera á því? Má ekki treysta því að þeir vaxi nú upp í það hlutverk að vera menn með mönnum og taka ábyrga afstöðu og (Gripið fram í.) klára þetta mál farsællega í þágu þjóðarhagsmuna? (Gripið fram í: Stjórnaðu þínum flokki.) (Gripið fram í: Við segjum allavega ekki „étt'ann sjálfur“.) [Frammíköll í þingsal.]