138. löggjafarþing — 17. fundur,  2. nóv. 2009.

tekjuskattur.

81. mál
[16:47]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Mér líkar nálgun hans og þakka það frumkvæði sem hann hefur sýnt með því að taka málið upp við forsvarsmenn Kauphallar. Ég held að það sé einmitt lykilatriði að við náum að beina þeim fjármunum sem sitja kannski að einhverju leyti fastir inni í bankakerfinu inn í atvinnulífið og horfum þá sérstaklega til vaxtarsprota sem við höfum miklar væntingar til, sprota- og nýsköpunarfyrirtækja okkar. Ég held að við ættum að sammælast um að taka áfram á þessu máli af ákveðinni festu.