138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[15:31]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Já, það kom fram í máli mínu áðan að frumvarpið er samið af réttarfarsnefnd og að frumkvæði dómstólaráðs. Það var lagt fram á þinginu í sumar. Ég vonaðist vitaskuld eftir því að geta mælt fyrir því þá þannig að það fengi að fara í eðlilegt umsagnaferli, en það umsagnaferli á eftir að eiga sér stað eins og oft vill verða um þingmál sem flutt eru á Alþingi.

En hvað varðar álag vegna bankahrunsins sérstaklega, þá held ég að það sé alveg sérálitamál og dómstólaráð hefur farið fram á það að fá heimild til fjölgunar héraðsdómara tímabundið. Ég held að það verði að skoða þá ósk mjög gaumgæfilega, kannski ekki endilega í samhengi við þetta frumvarp.