138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[16:29]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég gæti haft mörg orð um ræðu hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar en kýs að geyma þau flest þangað til á eftir. Ég vil fá að ítreka orð hæstv. ráðherra varðandi sparnað og hagræðingu. Hér er ekki lagt upp með að spara í krónum en lagt upp með hagræðingu sem felst í því að jafna álag á milli dómara. Þetta er svona einfalt, nú þegar von er á, með orðum hv. þingmanns, dembum yfir dómstólana.

Einföldun kerfisins, eða eins og hv. þingmaður gæti orðað það, aukin miðstýring, gæti aukið á skilvirkni í þessu vonandi bráðum 320 þúsund manna umdæmi og ég tel að það sé jákvætt.