138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:08]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess sem hæstv. dómsmálaráðherra sagði áðan, þegar hún vitnaði í bréf sem hún fékk frá dómstólaráði 11. febrúar vil ég lesa upp úr greinargerð frá mjög vönduðum manni sem heitir Halldór Halldórsson og er dómstjóri á Sauðárkróki. Þar segir, með leyfi forseta:

„Í bréfi sem dómstólaráð ritaði dómsmálaráðherra 11. febrúar koma fram hugleiðingar ráðsins í framhaldi af fundi með dómstjórum. Í bréfinu er ekki rétt farið með stuðning dómstjóra við þær hugmyndir sem ráðið setti fram í bréfi sínu. Ég samþykki ekki þessar hugmyndir og gerði ítarlega grein fyrir andstöðu minni á fundinum.“

Mig langar að velta því upp hvort hæstv. dómsmálaráðherra hafi verið kunnugt um að menn hafi með þessum hætti mótmælt þeim hugmyndum sem komu fram á þessum fundi.