138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:09]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér var kunnugt um að dómarinn sem nefndur var væri ekki hlynntur því að leggja dómstólinn sem hann starfar við niður með þessum hætti. Ég legg þess vegna áherslu á það að ég var að lesa upp það sem dómstólaráð ritaði mér, en að ekkert væri búið að ákveða í þessum efnum. Héraðsdómstólarnir — sjö til átta starfsstöðvar gefa það til kynna að það var heldur ekki ákveðið að það væri línan að sameina þessa dómstóla heldur væri einmitt gert ráð fyrir því að svo yrði jafnvel ekki.