138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

kosningar til Alþingis.

102. mál
[18:33]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð aðeins að koma inn á það að þegar ég mælti fyrir frumvarpinu í sumar, sveitarstjórnarkosningafrumvarpinu, þá voru skoðanir einmitt skiptar meðal þingmanna. Það sýnir að þetta er tilfinningamál, þ.e. menn hafa skoðanir á þessu og jafnvel út frá eigin flokksstarfi og sveitarstjórnarmenn út frá því að nú eru sveitarstjórnarkosningar óðum að nálgast. Gagnrýni á frumvarpið og umræður eru út frá ýmsum sjónarhornum og því að mörgu að hyggja.