138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

kosningar til Alþingis.

102. mál
[20:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hv. þingmaður sagði að hann væri ekki sannfærður um að þetta væri besta kerfið. Mig langaði bara að vita hvort hann hefði þá einhver önnur kerfi í huga sem gætu verið betri, eða hvort honum hugnaðist að gerð yrði tilraun til þess, eins og ég ræddi við samflokksmann hans áðan, að nokkur sveitarfélög ef þau hefðu áhuga mundu prófa að kjósa þvert á flokka.

Síðan langaði mig að spyrja hv. þingmann hvort hann gerði sér grein fyrir að það er alveg tæknilega mögulegt að kosið verði fyrr en til alþingiskosninga en margur hyggur. Því væri ekkert vitlaust að reyna að drífa í þessu núna á þessu þingi en ekki vorþingi. Er hann sammála mér um það?