138. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2009.

eftirlit og björgunarstörf á Norður-Atlantshafi.

52. mál
[18:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi koma hér upp og þakka hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir að dreifa huga okkar á Alþingi og láta okkur hugsa norður á bóginn og vestur eins og hefur komið fram hér í fyrirspurnatíma í dag. Það eflir manni bjartsýni og kjark að sjá og heyra þessi svör og þær spurningar sem þingmaðurinn lagði hér fram í dag. Auðvitað liggja hagsmunir okkar Íslendinga á þessum stöðum í Norður-Atlantshafi með Kanadamönnum, með Grænlendingum, með Dönum, með Norðmönnum, með þessum þjóðum sem við eigum þessa gríðarlegu og sameiginlegu hagsmuni með. Ég þakka þingmanninum fyrir spurninguna og hæstv. ráðherra fyrir mjög góð og skýr svör, þau eru mjög fróðleg og uppbyggjandi. Ég hvet landsmenn til að kynna sér betur það mikla starf sem Landhelgisgæslan er að vinna á þessum slóðum.