138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

uppgjör Landsbankans vegna Icesave.

[10:35]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað ástæða til að hafa áhyggjur af því hvað mikið af þessu er gengisbundið, að þarna getur skapast verulegt bil þegar búið er að festa þetta miðað við apríl, eins og hv. þingmaður nefndi. Það er einmitt þetta sem ég hef verið að láta skoða undanfarna daga, hvaða áhrif þetta getur haft og meta það, eins og hv. þingmaður nefndi. Ég vona að ég fái það innan tíðar og mun þá koma því á framfæri við hv. þingmann.