138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

uppgjör Landsbankans vegna Icesave.

[10:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hefði talið eðlilegt að menn hefðu metið þetta áður en þeir skrifuðu undir og áður en þeir lögðu fram frumvarp til Alþingis um að samþykkja endalausa ríkisábyrgð á þetta. Þar sem eignir gamla Landsbankans eru að mestu í erlendri mynt en forgangskrafa er föst í krónutölu gerist eftirfarandi: Ef gengið fellur frekar á næstu árum fer gamli Landsbankinn að greiða almennar kröfur mjög fljótlega og er ekki langt í það. Eigendur þeirra krafna sem eru alls konar sjóðir um allan heim, sem hafa keypt þetta á „slikk“, hafa hag af því að krónan falli. Sér hæstv. forsætisráðherra ekki hættu á því að áhlaup verði á krónuna þegar líður að greiðslu krafnanna? Verður ekki erfitt að standa vörð um gengi krónunnar vegna þessara hagsmuna?