138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

bréf forsætisráðherra til forsætisráðherra Bretlands og Hollands.

[11:02]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það færi nú vel á því ef menn færu rétt með staðreyndir hér í þessum ræðustól. Hv. þingmaður hefur ítrekað frá því að hann settist hér á þing farið með rangt mál. Hann fór t.d. með rangt mál um að ég hefði haldið uppi málstað Hollendinga og Breta í þessari deilu. Þetta er auðvitað alrangt og ég mótmæli því að því sé haldið fram hér í þessum ræðustól. (SDG: Hvað hefurðu gert?)

Til dæmis á erlendum vettvangi hef ég ítrekað ritað um þessi mál og mótmælt meðferð Hollendinga og Breta við, að ég hef heyrt, ekki mikinn fögnuð forsætisráðherra Hollendinga og Breta þegar ég gagnrýndi þá fyrir að tengja t.d. þetta mál við Icesave-deiluna. (Gripið fram í.) Þar gagnrýndi ég þá mjög fyrir það, Hollendinga og Breta. Þess vegna mótmæli ég því, virðulegi forseti, sem hér er verið að halda fram í ræðustól að ég hafi í málflutningi mínum verið að verja þeirra hagsmuni. Ég hef auðvitað fyrst og fremst, eins og mér ber skylda til í þessu máli sem öðrum, að verja hagsmuni Íslendinga.