138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[17:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er frekar með athugasemd en spurningu. Ég er sammála tveim síðustu hv. ræðumönnum um að við getum vissulega og örugglega notfært okkur betur þá aðkomu sem við höfum samkvæmt EES-samningnum til að fylgjast með þeim reglum sem settar eru í Brussel.

Stóri munurinn á EES-samningnum og því að vera fullur aðili að Evrópusambandinu er sá að ef, og vonandi þegar, við verðum hluti af því sambandi erum við inni í herberginu þegar ákvarðanir eins og þessar eru teknar og getum sagt okkar skoðun, við getum skýrt þá sérstöku hagsmuni eða þær sérstöku aðstæður sem við teljum að eigi við í okkar landi. Það er eitt af því sem er líka einkenni á Evrópusambandinu að það er reynt að líta til hagsmuna allra þjóða og ef þeir eru miklir er nánast undantekningarlaust, og ég held að ég megi segja alltaf, reynt að taka tillit til þeirra.

Síðan ætla ég að halda því fram að hvernig sem fer held ég að við getum örugglega keypt Cheerios áfram þegar við verðum aðilar að Evrópusambandi til að gleðja hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur.