138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[17:28]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram fyrir undirtektir við því að ef fram kemur ósk úr þingsal um að taka málið inn á milli umræðna, sem að sjálfsögðu mun gerast, verði hann við því. Ég held að hér þurfi að leggja áherslu á og skoða það sem þetta frumvarp getur haft í för með sér, eins og kemur fram í minnihlutaáliti hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, að hugsanlega erum við hér að draga úr samkeppni og hækka vörur til neytenda. Það getur ekki og verður aldrei til hagsbóta fyrir Íslendinga.