138. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um klukkan 11, að loknum dagskrárliðnum Störf þingsins, og er um afskriftir skulda og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Málshefjandi er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson. Hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Hin síðari hefst kl. 13.30, að loknu hádegishléi, og er um stöðu efnahagsmála í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Málshefjandi er hv. þm. Bjarni Benediktsson. Hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 3. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í tæpa klukkustund.