138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

fundarstjórnarumræða og dagskrá fundarins.

[14:22]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill biðja hv. þingmenn um að virða tímamörk og ítrekar það að forseti brást strax við og var tilbúin að ræða um tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins og er það enn. Forseti mun ræða það við þingflokksformenn að lokinni þeirri utandagskrárumræðu sem búið er að boða. Hæstv. forseti þurfti ekkert að hugsa sig um hvað það varðaði, fannst eðlilegt að það yrði rætt.