138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

Íslandsstofa.

158. mál
[16:10]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að leggja þetta frumvarp fram og tek undir að umgjörð málaflokksins er öll hin glæsilegasta og ræða hæstv. utanríkisráðherra um markmið starfseminnar líka glæst. Svo er spurning hvernig til tekst og hvernig innihaldið verður, hvort nægilegt fjármagn verður og slíkt. Einn þátturinn sem ráðherra nefndi er ferðaþjónustan og sóknin sem þar er nauðsynleg. Ég hef fengið núna á síðustu dögum verulegar athugasemdir um eitt og annað frá þeim sem starfa innan ferðaþjónustunnar um skattahækkanir sem lenda á ferðaþjónustunni núna. Ég velti fyrir mér hvort ráðherra vill deila með okkur sýn sinni á það hvernig sóknin innan Íslandsstofu er annars vegar glæsileg og svo hækkar hin hönd ríkisvaldsins bæði atvinnu- og tryggingagjald, (Forseti hringir.) virðisauka á gistingu og vitagjald, svo fátt eitt sé nefnt.