138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

samningsveð.

7. mál
[18:11]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Athugasemd minni áðan var alls ekki beint til hv. þingmanns. Það vakti bara furðu mína að ekki stæðu að þessu þingmenn frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Mig langaði að beina fyrirspurn til hv. þingmanns sem tengist þessu máli, hvort þá megi líta svo á að hv. þingmaður muni styðja þetta mál í nefnd og hér á þingi og beita sér fyrir því að það nái fram að ganga og verði að lögum áður en nauðungaruppboð byrja aftur á nýju ári.