138. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2009.

sérstakt fjárframlag til sparisjóða.

161. mál
[19:22]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli. Ég get svo sem alveg skilið það að verkefnið er ærið og að hæstv. fjármálaráðherra hefur í mörgu að snúast og allir þeir aðilar sem eru að vinna að þessum sömu hlutum, að þetta sé snúið. En mikið óskaplega lá okkur á hér í sumar og mikið óskaplega saknaði ég þess í ræðu hæstv. fjármálaráðherra að hann segði: „Afsakið mig, þingheimur, fyrir að hafa verið að reka svona á eftir málinu.“ Við hefðum getað setið yfir þessu, tekið okkur þó ekki væri nema eina, tvær, þrjár vikur í viðbót þegar ekki mátti tala um einn, tvo, þrjá klukkutíma í viðbót. Mér finnst þetta með ólíkindum.

Því miður hefur lítið gerst. Ég vona svo sannarlega að hæstv. ráðherra verði sannspár og að þessu verði lokið fyrir áramótin og sparisjóðakerfið komist í gott gagn (Forseti hringir.) að nýju. Svona getur þetta ekki haldið áfram.