138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:04]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ástæðan fyrir því ég spyr þessarar spurningar er sú að mér fannst einmitt í niðurstöðum meiri hluta utanríkismálanefndar vera svolítið óljóst hvernig haga ætti þessum málum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandsaðild er óheimil samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Áður en Evrópusambandsaðild getur komið til þarf að breyta stjórnarskránni. Um það er enginn sérstakur ágreiningur, a.m.k. ekki meðal fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar.

Þá vildi ég umorða spurningu mína og spyrja hv. þingmann hvort hún sjái fyrir sér að efnt verði til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvörðun sem er óheimil samkvæmt gildandi stjórnskipunarrétti.