138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:05]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka það sem ég sagði í fyrra svari mínu að ég sé málið þannig, eins og var lýst þegar við greiddum atkvæði um þingsályktunartillöguna, að á grundvelli niðurstaðna viðræðunefndar milli Evrópusambandsins og Íslands fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar. Það er rétt sem hv. þingmaður segir, það þarf að breyta stjórnarskrá. Þá kemur til kasta Alþingis, hvort sem er núna eða síðar, að taka ákvörðun um næstu skref. Enginn deilir um að þetta er ekki heimilt að óbreyttri stjórnarskrá og allir eru sammála um að fyrst þurfi að fara fram þessi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla. Síðan kemur til kasta þingsins að ákveða næstu skref.