138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[16:05]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvar hans. Ég var ekki að væna Borgarahreyfinguna þáverandi um að hafa selt atkvæði sitt fyrir það að koma Lýðræðisstofu þarna inn, síður en svo. Það sem ég var hins vegar að velta upp er ástæðan fyrir því að þetta var ekki í frumvarpinu sem ríkisstjórnin lagði fram, en þetta var í nefndarálitinu. Ég var að velta því fyrir mér hver rökin hefðu verið fyrir því upphaflega að þetta hefði verið tekið inn í nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar, sem Vinstri grænir og Samfylkingin stóðu að, en hefði ekki ratað inn í frumvarp forsætisráðherra, sem lagt er hér fram og hver rökin hefðu þá verið fyrir því að taka það inn í nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar. Ég var alls ekki að væna hv. þingmann eða Borgarahreyfinguna um að hafa selt atkvæði sitt með einhverjum hætti.