138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[16:28]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég tek undir með hv. þingmanni að hugsanlega eru 10% of lágt. Ég hef farið yfir það og vil að það verði skoðað í nefndinni en ég er sammála hv. þingmanni um mikilvægi þess að þetta verði tekið inn þannig að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tek líka undir að knúið eða að knýja fram er ekki gott orðaval.

Ég vil benda hv. þingmanni á þetta sama og ég talaði um áðan og snýr að jöfnun atkvæðamagns og vil að hv. þingmaður geri sér grein fyrir því að ef við göngum í Evrópusambandið á Ísland í rauninni ekki rétt á nema kannski hálfum þingmanni og þá verðum við kannski að fara að mæla það í sentímetrum hver verður sendur þangað sem Evrópuþingmaður. (ÞSa: Ég flokkast sem einn og Tryggvi líka.)