138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

fjárlagagerð.

[10:45]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég verð að játa að ég heyrði fyrst af þessu í gær og fyrradag, að einhver brögð væru að því að menn færu þessa leið í opinberum stofnunum. Það er auðvitað mikið umhugsunarefni í hvað stefnir ef það verður að einhverri venju. En sjálfsagt er Vinnumálastofnun og Atvinnuleysistryggingasjóði vandi á höndum í sjálfu sér að gera greinarmun á einstökum vinnuveitendum þegar óskir berast um þetta. Frá sjónarhóli ríkisins er þetta auðvitað mjög skrýtin útkoma svo ekki sé fastar að orði kveðið og sjálfsagt mál að fara yfir það.

Að öðru leyti held ég að ég þurfi ekki að bæta meiru við þessi svör mín.