138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

krafa innlánstryggingarsjóðs.

[10:55]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Sú aðferð sem slitastjórn viðhafði 22. apríl er alveg í samræmi við lög. Það kemur fram í lögum um gjaldþrotaskipti að kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðli skulu færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verður ekki fullnægt samkvæmt 109. og 111. gr. Slitastjórn Landsbankans fór því að lögum þegar hún umreiknaði þessar kröfur yfir í íslenskar krónur og ákvað að 22. apríl skyldi vera lokadagur á útreikningum vaxta og gengis á kröfum í þrotabúið. Innköllun krafna hófst 22. apríl og lauk 30. október þannig að það liggur alveg skýrt fyrir að slitastjórn hefur þarna farið að lögum.