138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[12:33]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessum breytingum hæstv. sjávarútvegsráðherra, sérstaklega þessu bráðabirgðaákvæði sem er í lögunum um 120 kr. á kílóið fyrir skötuselinn. Þetta er lítið skref fyrir einn mann en stórt fyrir alla Íslendinga og mun vonandi leiða til frekari útfærslu á því að hætt verði að afhenda þessa mikilvægu auðlind ókeypis til útvalinna og að hún verði gerð að tekjustofn fyrir ríkissjóð í framtíðinni.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvaða líkur telur hann á því að í hans tíð muni þetta kerfi verða útfært frekar á aðrar tegundir? Og ef svo er, þá hvenær?