138. löggjafarþing — 26. fundur,  16. nóv. 2009.

krafa innlánstryggingarsjóðs.

[15:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég verð afskaplega dapur við að heyra þessa ræðu hæstv. fjármálaráðherra því að hún lýsir — ja, ég vil ekki segja vankunnáttu eða vanþekkingu á þessu. Þegar hann segir að Landsbankinn geti borgað 90%, jafnvel 95 upp í 100% er það rétt vegna þess að krafan er í krónum miðað við apríl á síðasta ári. Krafan er föst í krónum en eignir Landsbankans hækka eins og erlent gengi. En hinum megin er innlánstryggingarsjóður með eign í krónum en skuld í erlendri mynt og gatið þar á milli vex og vex eftir því sem krónan fellur.

Ef ég heyri menn enn einu sinni segja að Landsbankinn geti borgað 95% eða meira og það sé gott, lýsir það í mínum huga óskaplegu skilningsleysi á því hvað er hinum megin hjá innlánstryggingarsjóði.