138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

lyfjalög.

198. mál
[16:59]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég nefndi í ræðu minni fyrr í dag að þingmenn hafa hingað til frá árinu 2008 verið sammála um að fresta gildistöku þessa ákvæðis sem hér um ræðir sem er bann við afsláttum yfir borðið. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ítrekað bent á að forsendan fyrir frestun í þrígang á gildistöku ákvæðisins sé einmitt sú að það þurfi breytingu á greiðsluþátttökukerfinu. Að óbreyttu munu þessi lög taka gildi 1. janúar nk. Breyting á greiðsluþátttökukerfinu verður ekki orðin að veruleika þá. Árangur hefur náðst sem stefnt var að með breytingum á lyfjalögunum árið 2008 og því hvet ég hv. þingmenn og hv. heilbrigðisnefnd til að tryggja að lyfjaverð hækki ekki yfir borðið 1. janúar nk. með því að samþykkja þetta frumvarp.