138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

staða minni hluthafa.

24. mál
[20:56]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni um að við séum að leitast við að auka vægi þingmannamálanna í þinginu og því til staðfestingar get ég nefnt að ég hef beðið hérna hálfan daginn eftir að þessi þingsályktunartillaga yrði flutt í þinginu þar sem ég er formaður viðskiptanefndar. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að spyrja hv. þingmann hver sé að hans mati ástæðan fyrir því að fyrri frumvörp sem höfðu það að markmiði að bæta stöðu smærri hluthafa náðu ekki fram að ganga eða fengu ekki afgreiðslu í þinginu? Er ástæðan sú að um var að ræða þingmannafrumvörp?